Þórdís Jóna á HM í utanvegahlaupum
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir hlaupari úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í heimsmeistaramóti í utanvegahlaupum í kvennaflokki. Hlaupnir voru 44 km með 2200 metra hækkun. Mótið fór fram 8. júní 2019 í Miranda do Corvo (Coimbra) í Portúgal. Þórdís Jóna endaði í 136. sæti á tímanum 05:56 klukkustundum. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana um kr. 70.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin með fréttinni er af íslensku keppendunum, Þórdís Jóna er fjórða frá hægri á myndinni.