Þröstur á HM í bogfimi
Þröstur Hrafnsson bogfimimaður Bogfimifélaginu Hróa Hetti tók þátt á heimsmeistaramótinu í sveigboga 7. – 17. júní 2019 í Hertogenbosch í Hollandi. Eftir mikinn undirbúning náði Þröstur lágmörkum inn á mótið. Fyrstu dagar mótsins voru æfingadagar, þar sem æft var á æfingavelli og keppnisvelli, bæði til að læra á aðstöðuna og stilla bogann rétt fyrir keppni. Þröstur náði sínu hæðsta persónulega skori 536 stig og lenti í 199. sæti af 210 keppendum. Afrekssjóður ÍBH styrkti hann til þátttöku á mótinu um kr. 70.000. Myndin með fréttinni er af Þresti.