Róbert Ísak á Para-HM í sundi

Róbert Ísak Jónsson sundmaður í Sundfélagi Hafnarfjarðar og Íþróttafélaginu Firði tók þátt í Para-heimsmeistaramótinu í sundi dagna 9. – 15. september 2019 í London á Englandi. Hann synti í fjórum greinum á mótinu, í 100m flugsundi þar sem hann endaði í 11. sæti á tímanum 1.00.09 mín., 11. sæti í 100m bringusundi á tímanum 1.12.15 mín., 11. sæti í 200m fjórsundi á tímanum 2.14.16 mín. og 13. sæti í 200m skriðsundi á tímanum 2.02.29 mín. Afrekssjóður ÍBH styrkti hann um kr. 70.000 til þátttöku í mótinu. Myndin með fréttinni er af Róbert Ísaki.