Ljósmyndakeppni um íþróttamynd ársins í Hafnarfirði 2019
Keppnisreglur:
- Allir geta sótt um áhugamenn og fagfólk.
- Taka verður ljósmyndirnar á árinu 2019.
- Hver þátttakandi getur sent inn ótakmarkaðann fjölda ljósmynda, en að hámarki þrjár ljósmyndir eða þrjár myndaraðir (þrjár myndir í röð af sama atburði teljast vera ein myndaröð) úr sömu íþróttagrein. Ef þátttakandi sendir inn myndaröð verður hann að merkja röð myndanna sérstaklega. Einnig er hægt að útbúa myndröðina sjálfur með þar til gerðum forritum fyrir sendingu.
- Á heimasíðu ÍBH (www.ibh.is) er rafrænumsóknargátt (tengill), þar geta þátttakendur skráð sig og sent inn myndir.
- Eingöngu er hægt að senda inn ljósmyndir á stafrænu formi, í .jpg / .jpeg / formati. Stærð hverar ljósmyndar má ekki fara yfir 5 MB eða 300 dpi.
- Ljósmyndir geta verið í lit / L/, monochromatic / M / og svart-hvítar / SH /.
- Móttökuaðila er óheimilt að breyta merkingu myndanna við vinnslu í forritum.
- Skilafrestur mynda í keppninni er 10. janúar 2020.
Dómnefnd:
Eftir umsóknarfrest eru allar ljósmyndir skoðaðar af dómnefnd sem samanstendur af skipuleggendum og fagfólki.
Dómnefndin mun velja bestu ljósmyndirnar og undirbúa þær fyrir sýningu. Af þeim myndum velur hún bestu þrjár og fá þær peningaverðlaun.
Verðlaun:
- 1. verðlaun 200.000 ISK
- 2. verðlaun 100.000 ISK
- 3. verðlaun 50.000 ISK
Myndaskrá:
Skipuleggjandi mun taka innsendar myndir saman í myndaskrá sem verður birt á vefmiðlum til kynningar.
Höfundaréttur:
Innsendar ljósmyndir má nota í kynningum s.s. myndskrám, plakötum og til allrar birtingar sem tengist starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH). Höfundar mynda verða að samþykkja skilmála ÍBH á notkun þeirra og allra höfunda verður getið. Myndunum verður ekki miðlað áfram til þriðja aðila.
Kynning úrslita:
Niðurstöður keppninnar verða birtar á vefsíðu ÍBH. Höfundar fá tilkynningar með tölvupósti í lok janúar 2020.
Sýning á bestu ljósmyndunum:
Dómnefndin velur bestu myndirnar og verða þær sýndar á tímabilinu lok janúar til byrjun febrúar 2020. Eftir að keppninni er lokið verða myndirnar kynntar almenningi á sýningu sem skipuleggjandi heldur. Staður og tími verða auglýst nánar síðar.