Haukar á EM félagsliða í handknattleik
Meistaraflokkur karla í handknattleik hjá Knattspyrnufélaginu Haukum tók þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF bikarkeppni). Haukarnir mættu liðinu Talent Plzen frá Tékklandi 1. september 2019 á Ásvöllum og töpuðu 20:25. Seinni leikur liðanna fór fram 7. september 2019 í Tékklandi og töpuðu Haukar honum 26:25. Haukar gerðu hetjulega tilraun til að snúa taflinu við, staðan var 15:14 í hálfleik Haukum í vil og voru þeir með fimm marka forystu um stundarfjórðungi fyrir leikslok 21:16. Samanlögð úrslit urðu 51:45 fyrir Talent Plzen og eru Haukar úr leik. Afrekssjóður ÍBH styrkti Hauka um kr. 800.000 til þátttöku í verkefninu. Myndin með fréttinni er af liðinu og stuðningsmönnum.