FH á EM félagsliða í handknattleik

Meistaraflokkur karla í handknattleik í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar tók þátt í Evrópukeppni félagsliða (EHF bikarkeppni). Fyrsti leikurinn fór fram í Belgíu við Hc Vise Bm 1. september 2019 og skildu liðin jöfn 27:27. Seinni leikur liðanna fór fram í Kaplakrika 8. september 2019 og vann FH þann leik 29:21. FH fór áfram með samanlögum sigri 56:48 í 2. umferð. Í annari umferð mætti FH liðinu Arendal frá Noregi. Fyrri leikur liðanna var í Kaplakrika 7. október 2019 og tapaði FH honum með fimm marka mun 25:30. Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik, en staðan í hálfleik var 18:11 fyrir Arendal. Seinni leikur liðanna fór fram í Noregi 12. október 2019 og sigraði Arendal hann með einu marki 28:27. Arendal sigraði samanlagt 58:52 og fór áfram í 3. umferð, en FH er úr leik. Afrekssjóður ÍBH styrkti liðið um kr. 800.000 á umferð í verkefnið, samanlagt kr. 1.600.000. Myndin með fréttinni er af liðinu.