Guðbjörg fjórða á EM í bogfimi

Guðbjörg Reynisdóttir bogfimikona Bogfimifélaginu Hróa Hetti tók þátt í Evrópumeistaramóti í víðavangsbogfimi dagana 30. september – 5. október 2019 í Mokritz kastala í Slóveníu. Guðbjörg var að keppa í fyrsta sinn á EM í víðavangsbogfimi. Guðbjörg náði frábærum árangri á mótinu, en hún tapaði keppninni um bronsið 46-41 á móti Kathryn Morton frá Bretlandi og endaði í fjórða sæti á mótinu. Afrekssjóður ÍBH styrkti hana til þátttöku í verkefninu að upphæð kr. 70.000. Myndin með fréttinni er af Guðbjörgu í keppni.