Anton Sveinn og Þórdís Eva íþróttafólk Hafnarfjarðar 2019

Föstudaginn 27. desember 2019 fór fram árleg Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Anton Sveinn sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar og Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar. Myndin sýnir frá vinstri Þórdísi Evu, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjórann í Hafnarfirði og Anton Svein.

351 Íslandsmeistarar voru heiðraðir af bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Frjálsíþróttadeild FH átti 116 Íslandsmeistara, sunddeild SH átti 78 Íslandsmeistara og badmintondeild BH átti 26 Íslandsmeistara, önnur félög og deildir áttu færri Íslandsmeistara 2019.

Fimm hópar urðu Íslandsmeistarar félagsliða í efsta flokki,

Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar í sveitakeppni í norrænu trappi í karlaflokki, , Fimleikafélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar félagsliða í frjálsíþróttum í karlaflokki innanhúss, Fimleikafélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar félagsliða í frjálsíþróttum samanlagt karla- og kvennaflokkur innanhúss, Fimleikafélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar félagsliða í frjálsíþróttum í karlaflokki utanhúss og Badmintonfélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar í liðakeppni í borðtennis í karlaflokki.

 

Íþróttalið ársins 2019 í Hafnarfirði var meistaraflokkur karla og kvenna í sundi hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Tuttugu og einn hópur urðu bikarmeistarar, þar af tíu í efsta flokki, Golfklúbburinn Keilir stigameistari kvennaliða hjá Golfsambandi Íslands, Fimleikafélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í handknattleik í karlaflokki, Fimleikafélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í frjálsíþróttum í kvennaflokki innanhúss, Fimleikafélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í frjálsíþróttum í kvennaflokki utanhúss, Fimleikafélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í frjálsíþróttum í karlaflokki utanhúss, Fimleikafélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í karla- og kvennaflokki samanlagt utanhúss, Badmintonfélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í borðtennis í meistaraflokki, Íþróttafélagið Fjörður bikarmeistarar Íþróttasambands fatlaðra í sundi, Sundfélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í 1. deild karlasveit og Sundfélag Hafnarfjarðar bikarmeistarar í 1. deild kvennasveit.

Hafnarfjarðarbær veitir hópum sem verða Íslands- eða bikarmeistarar í efsta flokki viðurkenningarstyrk að upphæð kr. 300.000 á titil.

Tveir einstaklingar urðu Norðurlandameistarar og einn vann gullverðlaun á HM í flokki 40 ára og eldri.

Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona Fimleikafélagi Hafnarfjarðar varð Norðurlandameistari í 4x400m boðhlaupi í flokki U20 utanhúss. Jakob Lars Kristmannsson skylmingarmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar varð Norðurlandameistari í flokki U17 í skylmingum. Erla Björg Hafsteinsóttir Badmintonfélagi Hafnarfjarðar varð heimsmeistari í tvíliðaleik kvenna í badmintoni í flokki 40 ára og eldri.

Tuttugu afreksmenn voru tilnefndir til kjörs á Íþróttakarli Hafnarfjarðar og Íþróttakonu Hafnarfjarðar.

Ásbjörn Friðriksson handknattleiksmaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, Steven Lennon knattspyrnumaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, Hilmar Örn Jónsson frjálsíþróttamaður úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, Magnús Gauti Úlfarsson borðtennismaður úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Rúnar Arnórsson kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði / Sundfélagi Hafnarfjarðar, Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, Nicoló Barbizi dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Leo Anthony Speight taekwondomaður úr Fimleikafélaginu Björk og Grétar Ari Guðjónsson handknattleiksmaður úr Knattspyrnufélaginu Haukum. Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar, Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Tanya Jóhannsdóttir sundkona úr Íþróttafélaginu Firði, Erla Björg Hafsteinsdóttir badmintonkona úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir sundkona úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, Sara Rós Jakobsdóttir dansari úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Guðrún Edda Min Harðardóttir fimleikakona úr Fimleikafélaginu Björk, Guðbjörg Reynisdóttir bogfimikona úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti, Harriet Cardew borðtenniskona úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar og Hanna Rún Ingibergsdóttir hestakona úr Hestamannafélaginu Sörla.

 

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2019. Hann er sundkarl SH og sundkarl Sundsambands Íslands 2019. Varð margfaldur Íslandsmeistari á árinu. Vann fjögur gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi og setti tvö Íslandsmet. Á HM í 50m laug í júlí náði hann Ólympíulágmarki í 200m bringusundi og bætti þrjú Íslandsmet. Á EM í 25m laug í desember setti hann 7 Íslandsmet, 1 Norðurlandamet og jafnaði annað. Komst í úrslit í öllum þremur einstaklingsgreinum sínum og náði best 4. sæti í 200m bringusundi, auk þess að setja eitt landsmet í boðsundi með karlaboðsundsveit Íslands.

 

Þórdís Eva Steinsdóttir frjálsíþróttakona úr Fimleikafélagi Hafnarfjarðar var kjörin Íþróttakona Hafnarfjarðar 2019. Hún er frjálsíþróttakona FH 2019. Varð margfaldur Íslandsmeistari og bikarmeistari með liði FH á árinu. Er landsliðskona í frjálsíþróttum. Á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi sigraði hún í 400m hlaupi og 4x400m boðhlaupi. Varð Norðurlandameistari í 4x400m boðhlaupi U20 á nýju Íslandsmeti. Var í boðhlaupssveit Íslands sem setti Íslandsmet í 4x200m boðhlaupi innanhúss og náði góðum árangri á alþjóðlegum mótum á árinu.