BH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2019

Badmintonfélag Hafnarfjarðar hlýtur ÍSÍ bikarinn 2019.

Árið er búið að vera langbesta árið hvað varðar íþróttalegan árangur, frá stofnun BH. Aldrei áður hafa unnist jafn margir titlar í nafni félagsins og aldrei áður hefur aðsóknin verið jafnmikil í félagið.

Góður árangur hefur náðst með öflugu og markvissu starfi í lengri tíma með vel menntuðum þjálfurum. Félagið eignaðist Íslandsmeistara og bikarmeistara bæði í fullorðins flokkum og í unglinga flokkum, auk þess að eignast heimsmeistara í flokki 40 ára og eldri í tvíliðaleik kvenna. Félagið fagnaði 60 ára afmæli á árinu. Myndin sýnir Hrafnkel Marinósson formann ÍBH, Hörð Þorsteinsson formann BH og Sigríði Jónsdóttur varaforseta ÍSÍ sem afhenti ÍSÍ bikarinn.