ÍBH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hefur unnið að því að uppfylla þau gæðaviðmið sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands setur fyrir íþróttahéruð / íþróttabandalög. Gæðaviðmiðin eru m.a. fólgin í því að það séu til stefnur og verkferlar um allt starf samtakanna, auk þess sem fjármál og rekstur samtakanna þurfa að vera í lagi. ÍBH er sjötta íþróttahéraðið / íþróttabandalagið af tuttugu og fimm til þess að ávinna sér nafnbótina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og gildir hún í fjögur ár. Viðurkenningin var veitt á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 27. desember 2019. Myndin sýnir Sigríði Jónsdóttur varaforseta ÍSÍ og Hrafnkel Marinósson formann ÍBH með viðurkenninguna.