Styrktarsamningur fyrir yngri en 18 ára iðkendur
Styrktarsamningur fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH var endurnýjaður þann 27. desember 2019 til eins árs. Um er að ræða samning milli ÍBH, Rio Tinto á Íslandi og Hafnarfjarðarbæjar um að efla gæði í starfi íþróttafélaga í Hafnarfirði. Í samningnum eru m.a. hvatar um reglulega ástundun iðkenda, eflingu menntunar þjálfara, eflingu námskrárgerðar íþróttafélaga / íþróttadeilda og jafnréttishvati. Á árinu 2020 leggur hvor aðili 10 milljónir króna í sjóðinn sem nemur 20 milljónum króna. Á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar þann 27. desember sl. fór fram seinni úthlutun styrkja fyrir árið 2019 úr sjóðnum, þar sem 8 milljónum króna var úthlutað til aðildarfélaga ÍBH út frá umsóknum. Myndin sýnir undirritun samnings fyrir árið 2020, frá vinstri eru Birna Pála Kristinsdóttir starfandi forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði og Hrafnkell Marinósson formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.