Fulltrúaráðsfundur ÍBH

Var haldinn 16. janúar 2020 í fundarsal í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili. Fundurinn hófst kl. 17.00 og lauk kl. 20.00. 26 fulltrúar frá aðildarfélögum ÍBH voru mættir á fundinn. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH bauð alla velkomna og setti fundinn. Díana Guðjónsdóttir íþróttakennari og Magnús Þorkelsson skólameistari Flensborgarskólans fluttu erindi um það hvernig íþróttaafreksbraut Flensborgarskólans og félögin geti unnið betur saman. Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar flutti fyrirlestur um fleiri börn innflytjenda í íþrótta- og tómstundastarfið og gæðaviðmið þjónustusamninga aðildarfélaga ÍBH við Hafnarfjarðarbæ. Hörður Þorsteinsson varaformaður ÍBH fór yfir upplýsingar frá Formannafundi ÍSÍ 29. nóvember 2019. Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu í Háskólanum í Reykjavík flutti fyrirlestur um forvarnargildi íþrótta og íslenska forvarnarmódelið. Allar glærur af fundinum voru sendar á formenn aðildarfélaga ÍBH. ÍBH þakkar Golfklúbbnum Keili fyrir afnot af fundaraðstöðu félagsins. Myndirnar með fréttinni eru af fundinum.