ÍBH 75 ára 28. apríl 2020

Stofnfundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) var haldinn 28. apríl 1945 að tilhlutan Íþróttaráðs Hafnarfjarðar, Fimleikafélags Hafnarfjarðar, Knattspyrnufélagsins Hauka og Skíða- og skautafélags Hafnarfjarðar. Þessi þrjú íþróttafélög teljast því stofnendur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Tvö þeirra hafa eflst og vaxið eins og  kunnugt er, en starfsemi Skíða- og skautafélagsins lagðist niður eftir 1960. Íþróttaráð Hafnarfjarðar var stofnað árið 1935 og lagt niður í nóvember 1945, hálfu ári eftir stofnun Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. Stofnun íþróttabandalaga víðs vegar um landið má rekja til 25. gr. Íþróttalaga sem sett voru þann 12. febrúar árið 1940. Íþróttalögum var breytt árið 1998 og eru þau enn í gildi. Upphafið að lagasetningunni má rekja til tillagna íþróttasambandsins árið 1934 um úrbætur í íþróttamálum Reykjavíkur. Á síðasta ári öðlaðist Íþróttabandalag Hafnarfjarðar nafnbótina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ og sýnir myndin núverandi formann ÍBH Hrafnkel Marinósson veita viðurkenningunni viðtöku.