Íþróttastyrkir afhendir af Hafnarfjarðarbæ og Rio Tinto

Þriðjudaginn 9. júní sl. fór fram úthlutun íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði (ÍBH), Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar.

Athöfn fór að þessu sinni fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu en ekki hjá Rio Tinto í Straumsvík vegna Covid 19 lokunnar sem er ennþá í gildi hjá fyrirtækinu. Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhendu fulltrúum aðildarfélaga ÍBH styrkina. Rio Tinto á Íslandi bað fyrir góðar kveðjur til allra viðstaddra og þakkar tillitssemina vegna þessara sérstöku aðstæðna sem eru í samfélaginu um þessar mundir. Myndirnar með fréttinni eru frá athöfninni í dag. Samningur hefur verið í gildi frá árinu 2001 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Nýjasti samningurinn frá árinu 2019 og lýkur honum í árslok 2020. Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða 10 milljónir á ári hvor aðili inn í samstarfið til stuðnings íþróttum barna og unglinga í Hafnarfirði. Í dag er verið að úthluta fyrri úthlutun ársins úr sjóðnum eða 60% vegna iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum og jafnréttishvata, samtals 12 milljónir. Óskað var eftir umsóknum frá aðildarfélögum ÍBH í aprílmánuði og sóttu 13 félög um stuðning úr sjóðnum. Eftirtalin félög fengu stuðning út frá samningi og umsóknum:

Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 4.168.015.

Knattspyrnufélagið Haukar kr. 2.578.684.

Fimleikafélagið Björk kr. 1.892.994.

Sundfélag Hafnarfjarðar kr. 871.806.

Brettafélag Hafnarfjarðar kr. 587.734.

Badmintonfélag Hafnarfjarðar kr. 450.596.

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar kr. 352.641.

Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar kr. 139.587.

Golfklúbburinn Keilir kr. 129.791.

Hestamannafélagið Sörli kr. 122.445.

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar kr. 90.609.

Íþróttafélagið Fjörður kr. 63.671.

Bogfimifélagið Hrói Höttur kr. 51.427

Samtals kr. 11.500.000.

Jafnréttishvataverðlaun 2020 hlaut Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar kr. 500.000 fyrir mestu iðkendafjölgun þess kyns sem hallaði á (stúlkur).