Formannafundur ÍBH 2014

Var haldinn laugardaginn 15. nóvember í félagsheimili Siglingaklúbbsins Þyts. Auk hefðbundinna fundarstarfa formannafundar ÍBH voru flutt tvö erindi á fundinum. Fyrra erindið flutti Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreksíþróttasviðs ÍSÍ um Afreksíþróttamiðstöð Íslands og seinna erindið flutti Kjartan Freyr Ásmundsson starfsmaður ÍBR um tillögu að breyttu skipulagi íþróttamála á Íslandi. Erindi Kjartans er úr meistaraverkefni hans í stefnumótun og stjórnun við HÍ sem hann lauk við fyrir stuttu. Bæði erindin þóttu áhugaverð og vöktu málefnalegar umræður meðal fundarmanna. Í lok fundarins var samþykkt ályktun sem var send á bæjarstjórn Hafnarfjarðar eftir fundinn. Myndin sýnir hluta af fundarmönnum.