Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2020

Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar 2020

Í beinu streymi í dag kl. 18:00 á þessum hlekk: https://vimeo.com/event/571845

Hlökkum til að fagna afrekum ársins 2020 með ykkur - í beinni útsendingu kl. 18:00! Allir bæjarbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með og taka þátt þriðjudaginn 29. desember kl.18:00 en ekki kl. 19:30 eins og áður var auglýst.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2020. Hátt í 400 einstaklingar unnu Íslands- og eða bikarmeistaratitla með hafnfirsku liði á árinu 2020 og er þeim sérstaklega óskað til hamingju með árangurinn.