Breytingar á reglugerð Afrekssjóðs ÍBH
Eftirfarandi breytingar voru samþykktar á fundi stjórnar Afrekssjóðs ÍBH þann 26. janúar 2021. Fjölga hámarki umsókna um ferðastyrki með félagsliði og landsliði úr 4 í 6. Hækka upphæðir, landsliðsferð úr kr. 30.000 í kr. 40.000, ferð með félagsliði úr kr. 25.000 í kr. 30.000, fararstjórastyrkur úr kr. 70.000 í kr. 80.000, EM félagsliða, kr. 240.000 í kr. 300.000, kr. 400.000 í kr. 500.000, kr. 560.000 í kr. 660.000, kr. 800.000 í kr. 1000.000, kr. 1000.000 í kr. 1.200.000, kr. 1.200.000 í kr. 1.500.000, taka út hvert félagslið getur að hámarki sótt um tvær umferðir á ári, afreksstyrkir unglinga / ungmenna kr. 60.000 í kr. 75.000, afreksstyrkir fullorðna kr. 60.000 í kr. 75.000.
Á fundinum var einnig samþykkt að veita Ólympíuförum / Paralympicsförum kr. 750.000 þegar þátttökurétti væri náð fyrir leikana í Tókýó 2021. Reglugerðina má sjá hér.