Skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi Hauka
12. apríl sl. á 90 ára afmæli Knattspyrnufélagsins Hauka var tekin skóflustunga að nýju knattspyrnuhúsi í fullri stærð. Húsið mun rísa á því svæði sem grasvöllur félagsins er á í dag. Athöfnin var lágstemd vegna samkomutakmarkana í þjóðfélaginu. Myndirnar sýna bæjarstjórann í Hafnarfirði Rósu Guðbjartsdóttir sem m.a. tók fyrstu skóflustunguna, formann bæjarráðs Ágúst Bjarna Garðarsson sem færði félaginu hamingjuóskir og kveðjur frá bæjarstjórn, formann Hauka Samúel Guðmundsson og byggingarnefnd Hafnarfjarðarbæjar og Hauka.