Skóflustunga tekin að nýrri reiðhöll

Laugardaginn 17. júlí 2021 var tekin skóflustunga að nýrri reiðhöll hjá Hestamannafélaginu Sörla. Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar tók hana ásamt þeim Guðbirni Svavari Kristjánssyni og Viktoríu Huld Hannesdóttur. Lokahönnun reiðhallarinnar ásamt þjónustumannvirki stendur yfir og að því búnu verður verkið auglýst og boðið út. Myndin með fréttinni er af frá vinstri, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH, Kristinn Andersen bæjarfulltrúi, Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs, Atli Már Ingólfsson formaður Sörla, Guðbjörn og Viktoría.

Heimild: www.sorli.is