Ólympíuleikarnir Tókýó 2020
Anton Sveinn McKee Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini keppandinn frá aðildarfélögum ÍBH að þessu sinni. Mótinu var frestað um ár vegna kórónuveirunnar. Hann keppti í 200m bringusundi 27. júlí 2021. Í undanrásum varð hann annar í mark í sínum riðli og komst ekki áfram í undanúrslit. Anton Sveinn synti á tímanum 2:11,64 mín., en Íslandsmet hans í greininni er 2:10,21 mín. Hann hefði þurft að synda á tímanum 2:09,95 mín. til þess að komast áfram. Anton hafnaði í 24. sæti af 40 keppendum í greininni.