Keppendur á Paralympics Games 2020 í Tókýó
Paralympics Games 2020 voru haldnir 24. ágúst – 5. september 2021, leikunum var frestað um ár vegna kórónuveirunnar. Aðildarfélög ÍBH áttu þrjá keppendur á mótinu.
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir keppandi frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar er í flokki F37, hreyfihamlaðra og keppti í tveimur greinum á mótinu. Í kúluvarpi varpaði hún 9,57m og stórbætti Íslandsmet sitt í greininni, en fyrra met hennar var 9,10m, hún endaði í 7. sæti í kúluvarpinu. Í langstökki stökk hún 4,04m, 23 sentimetra frá sínum besta árangri og endaði í 8. sæti.
Patrekur Andrés Axelsson keppandi frá Fimleikafélagi Hafnarfjarðar er í flokki T11, blindir, keppti í einni grein á mótinu. Hann hljóp 400m hlaup með aðstoðarhlaupara, Helga Björnssyni. Patrekur Andrés hljóp á tímanum 56,73 sek. sem er nýtt Íslandsmet, en hann átti gamla metið sjálfur sem var 56,95 sek. Hann varð sjöundi eftir undanrásir, en fjórir komust í úrslit, sigurvegarar úr þremur riðlum og fjórði besti tíminn.
Róbert Ísak Jónsson keppandi frá Íþróttafélaginu Firði / Sundfélagi Hafnarfjarðar er í flokki S14, þroskahamlaðra, keppti í þremur greinum á mótinu. Hann varð sjötti í 100m flugsundi á tímanum 58,06 sek., þar sem hann setti m.a. tvö ný Íslandsmet. Tíundi í 100m bringusundi á tímanum 1:10,12 mín. og sjötti í 200m fjórsundi á tímanum 2:12,89 mín. þar sem hann stórbætti eigið Íslandsmet, Íslandsmet hans var 2:14,16 mín. Ljósmyndir ÍSÍ.