Kynning á starfi samskiptaráðgjafa

Undanfarnar vikur hafa verið í gangi kynningar á starfi samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs og fór síðasti fundurinn í kynningarröðinni fram í Kaplakrika miðvikudaginn 24. nóvember sl. Mikilvægt er að allir sem koma að íþróttastarfi kynni sér hvaða þjónustu samskiptaráðgjafinn veitir. Hægt er að horfa á kynninguna m.a. á Facebooksíðu ÍSÍ, Facebook Nánari upplýsingar eru einnig á heimasíðu samskiptaráðgjafans, www.samskiptaradgjafi.is. Myndin með fréttinni er tekin á fundinum í Kaplakrika.