SH hlýtur ÍSÍ bikarinn 2021
Sundfélag Hafnarfjarðar hlýtur ÍSÍ bikarinn 2021. Markvisst öflugt starf með vel menntuðum og reynslumiklum þjálfurum leiddi til góðs árangurs frá börnum til garpa á árinu. Félagið bauð upp á mikinn fjölda fjölbreyttra námskeiða á árinu og hefur tekist að fjölga iðkendum jafnt og þétt undanfarin ár. Félagið eignaðist 31 Íslandsmeistara í barna-, unglinga- og fullorðinsflokkum og 19 Íslandsmeistara í flokki garpa 2021. Karlalið félagsins varð bikarmeistari í sundi og karlalið félagsins varð einnig bikarmeistari í sundknattleik. Á árinu unnu þrír einstaklingar til verðlauna á Norðurlandameistaramóti æskunnar og tuttugu einstaklingar urðu Norðurlandameistarar garpa í sundi. Anton Sveinn McKee var eini Íslendingurinn sem náði lágmörkum inn á Ólympíuleikana í Tókýó 2020, en leikarnir fór fram 2021 vegna kórónuveirufaraldursins og var hann á meðal keppenda þar í 200m bringusundi.
Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhenti félaginu bikarinn og Karl Georg Klein formaður Sundfélags Hafnarfjarðar tók á móti honum fyrir hönd SH.