25 verkefni hljóta afreksstyrki fyrir árið 2014

Í dag úthlutaði stjórn Afreksmannasjóðs ÍBH styrkjum til aðildarfélaga ÍBH vegna stórmóta á árinu 2014. Kallað var eftir umsóknum frá félögunum  vegna þátttöku í stórmótum og var umsóknarfresturinn 12. desember 2014. 25 verkefni frá 9 íþróttadeildum 8 íþróttafélaga voru metin styrkhæf. Samtals var úthlutað kr. 2.730.000 til þeirra. Hlutverk Afreksmannasjóðs ÍBH er að vinna eftir reglugerð um sjóðinn en undir hana falla eftirtaldir liðir, ferðastyrkir, afreksstyrkir á stórmót, afreksstyrkir í Evrópukeppni félagsliða og líkamsræktarstyrkir fyrir unga og efnilega íþróttamenn. Alls hefur verið úthlutað fyrir árið 2014 kr. 5.730.000 til afreksverkefna auk styrkja úr ferðasjóði að upphæð kr. 3.885.000. Samtals hefur því verið úthlutað vegna ársins 2014 kr. 9.615.000.

Myndin sýnir styrkhafa eða fulltrúa þeirra við úthlutunina í dag.

            Eftirfarandi verkefnin hlutu styrk:

  • Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, sem átti keppendur á HM í latindönsum og HM í 10 dönsum.

  • Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir.

    Styrkupphæð: kr. 360.000-

            Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2014 kr. 870.000-

 

  • Íþróttafélagið Fjörður, sem átti keppanda  á ICP – Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi.

  • Kolbrún Alda Stefánsdóttir.

    Styrkupphæð: kr. 90.000-

           Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2014 kr. 200.000-

 

  • Golfklúbburinn Keilir, sem átti keppendur á EM landsliða karla og kvenna og HM landsliða kvenna.

  • Gísli Sveinbergsson, Signý Arnórsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

    Styrkupphæð: kr. 360.000-

  • Evrópukeppnifélagsliða 2 umferðir

  • Meistaraflokkur karla og kvenna.

    Styrkupphæð: kr. 340.000-

         Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2014 kr. 2.140.000-

 

  • Tennisdeild BH, sem átti keppenda á Fed Cup kvenna í tennis í Eistlandi.

  • Hjördís Rósa Guðmundsdóttir.

Styrkupphæð: kr. 90.000-

Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2014 kr. 125.000-

 

  • Hestamannafélagið Sörli, sem átti keppendur á NM íslenska hestsins í Herning í Danmörku.

  • Eyjólfur Þorsteinsson, Snorri Dal og Daníel Ingi Smárason.

    Styrkupphæð: kr. 270.000-

           Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2014 kr. 350.000-

 

  • Frjálsíþróttadeild FH, sem átti keppanda á EM utanhúss í Madeira.

  • Sveinbjörg Zophoníasdóttir.

    Styrkupphæð: kr. 90.000-

       Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2014 kr. 340.000-

 

  • Sundfélag Hafnarfjarðar, sem átti keppendur á HM í 25m laug í Qatar og EM í 50m laug í Berlín.

  • Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir.

    Styrkupphæð: kr. 450.000-

           Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna félagsins 2014 kr. 910.000-

 

  • Knattspyrnudeild FH, sem átti keppendur í Evrópukeppnifélagsliða 3 umferðir

  • Meistaraflokkur karla.

    Styrkupphæð: kr. 510.000-

    Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2014 kr. 2.560.000-

 

  • Handknattleiksdeild Hauka, sem átti keppendur í Evrópukeppnifélagsliða 1 umferð

  • Meistaraflokkur karla.

    Styrkupphæð: kr. 170.000-

       Alls hefur verið úthlutað vegna verkefna deildarinnar 2014 kr. 930.000-

Samtals  kr. 2.730.000.

 

Úthlutun úr Afreksmannasjóði  ÍBH 2014

 

 

Verkefni

Úthlutað

Ferðasjóður

3.885.000

Evrópukeppni liða

3.000.000

Önnur verkefni v/stórmóta 2014

2.730.000

 

Samtals

Kr. 9.615.000