ÍSÍ kynnir nýtt starfsskýrsluskilakerfi í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 5. apríl sl. kynnti Elías Atlason starfsmaður ÍSÍ nýtt starfsskýrsluskilakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Kynningin fór fram í félagssal Sundfélags Hafnarfjarðar í Ásvallalaug. ÍSÍ og UMFÍ eru að hætta með starfsskýrsluskilakerfið Felix. Nýja starfsskýrsluskilakerfið er í Sportabler sem mörg íþróttafélög eru farin að nota við skráningar til greiðslu á æfingagjöldum þar sem forráðamenn geta m.a. notað frístundastyrk sveitarfélagsins til greiðslu æfingagjalda. Myndirnar eru frá kynningunni.