Heimsókn ÍRB til ÍBH
Þriðjudaginn 14. september sl. kom Íþróttabandlagið í Reykjanesbæ (ÍRB) ásamt íþróttafulltrúa Reykjanesbæjar í heimsókn til stjórnar ÍBH. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, rekstur íþróttafélaga í Hafnarfirði og íþróttastarf í Hafnarfirði. Fundað var í vorsal Ásvalla og tóku þrettán manns þátt í honum sem var í alla staði mjög fróðlegur. ÍBH þakkar ÍRB fyrir heimsóknina og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni. Myndin er af fundarmönnum og hana tók framkvæmdastjóri ÍBH Elísabet Ólafsdóttir.