Úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára – seinni úthlutun 2022

Þriðjudaginn 27. desember 2022 fór fram úthlutun styrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga ÍBH samkvæmt samningi milli ÍBH, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar, á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. Bjarni Már Gylfason framkvæmdastjóri samskiptasviðs Rio Tinto og Arnfríður Kristín Arnardóttir stjórnarmaður ÍBH afhentu styrkina. Alls sóttu ellefu félög um stuðning. Í þessari úthlutun var verið að úthluta eftir þjálfaramenntun félaga / deilda og hvort félagið / deildin hefði útbúið námskrá. Átján námskrár fengu stuðning samtals kr. 1.800.000 og kr. 6.300.000 var skipt milli félaganna / deildanna út frá þjálfaramenntun, samtals kr. 8.100.000. Eftirfarandi félög og deildir þeirra fengu úthlutað styrkjum:

Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 2.119.366.

Knattspyrnufélagið Haukar kr. 2.040.997.

Fimleikafélagið Björk kr. 692.412.

Badmintonfélag Hafnarfjarðar kr. 535.334.

Hestamannafélagið Sörli kr. 385.391.

Sundfélag Hafnarfjarðar kr. 891.959.

Golfklúbburinn Keilir kr. 670.781.

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar kr. 285.504.

Íþróttafélagið Fjörður kr. 242.695.

Tennisfélag Hafnarfjarðar kr. 99.887.

Brettafélag Hafnarfjarðar kr. 135.674.

Árið 2023 hækkar sjóðurinn úr 20 milljónum króna í 22 milljónir króna.