Keppendur aðildarfélaga ÍBH á Smáþjóðaleikunum 2015

16. Smáþjóðaleikarnir eru haldnir í Reykjavík dagana 1. – 6. júní og eru þeir haldnir í annað sinn á Íslandi í 30 ára sögu leikanna. Keppnisgreinar eru skotíþróttir, sund, golf, borðtennis, tennis, blak, frjálsar íþróttir, fimleikar, júdó, körfuknattleikur og strandblak. Keppendur eru um 706, en með þjálfurum og fylgdarlið eru þetta 1200 manns. Setningarathöfn leikanna fór fram í gær mánudag í Laugardalshöll og var stýrt af Þóru Arnórsdóttur fréttakonu með glæsibrag. Í dag hefst síðan keppni leikanna, allar nánari upplýsingar um hana er að finna á heimasíðu leikanna www.iceland2015.is auk upplýsinga á heimasíðum sérsambanda íþróttagreina. Aðildarfélög ÍBH eiga samtals 24 keppendur á leikunum í eftirtöldum greinum:

Golf, Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK.

Tennis, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir BH.

Körfuknattleikur, Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Auður Íris Ólafsdóttir frá körfuknattleiksdeild Hauka.

Sund, Kolbeinn Hrafnkelsson, Viktor Máni Vilbergsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir frá Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Frjálsar íþróttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Guðbjörg Bjarkadóttir, Kristín Karlsdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir, Vigdís Jónsdóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir, Ari Bragi Kárason, Guðmundur Heiðar Guðmundsson, Hilmar Örn Jónsson, Juan Ramon Borges Bosque, Kormákur Ari Hafliðason, Kristinn Torfason, Stefán Velemir, Trausti Stefánsson, Þórarinn Örn Þrándarson og Örn Davíðsson frá frjálsíþróttadeild FH.