53. þing ÍBH 2023

53. þing ÍBH var haldið fimmtudaginn 11. maí sl. í Hásölum, sem er safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og er við Strandgötu í Hafnarfirði. 68 fulltrúar frá aðildarfélögum ÍBH tóku þátt í þinginu auk gesta. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti þingið. Eftirtaldir gestir fluttu ávörp við setningu þingsins, Valdimar Víðisson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ, Hörður Þorsteinsson stjórnarmaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ og Valgerður Sigurðardóttir formaður félags eldri borgara í Hafnarfirði. Þingforsetar voru Steinn Jóhannsson og Valdimar Svavarsson, þingritarar voru Arnfríður Kristín Arnardóttir og Aðalsteinn Valdimarsson. Á þinginu voru starfandi fjórar fastanefndir, fjárhagsnefnd sem fjallaði um og lagði fyrir þingið, fjárhagsáætlun ÍBH 2023 – 2025 og tillögu um endurskoðun samninga Hafnarfjarðarbæjar við íþróttahreyfinguna í Hafnarfirði, íþróttanefnd sem fjallaði um og lagði fyrir þingið, tillögu um aukin framboð til heilsueflingar fyrir eldri íbúa og tillögu um verklagsreglur vegna starfa stjórnar- og starfsmanna í íþróttafélögum, laganefnd sem fjallaði um lagabreytingar ÍBH og lagði þær fyrir þingið og allsherjarnefnd sem fjallaði um og lagði fyrir þingið tillögu um framkvæmdaröð nýrra verkefna í uppbyggingu íþróttamannvirkja 2023 – 2031. Hrafnkell Marinósson var endurkjörinn formaður ÍBH, en hann tók við sem formaður ÍBH árið 2009. Eftirtaldir aðilar voru kjörnir í stjórn ÍBH 2023 – 2025, Aðalbjörg Óladóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar, Anna Lilja Sigurðardóttir Badmintonfélagi Hafnarfjarðar, Arnfríður Kristín Arnardóttir Brettafélagi Hafnarfjarðar, Hildur Vilhelmsdóttir Fimleikafélaginu Björk, Magnús Gunnarsson Knattspyrnufélaginu Haukum, Már Sveinbjörnsson Golfklúbbnum Keili, Ragnar Hilmarsson Siglingafélaginu Hafliða og Viðar Halldórsson Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Undir liðnum heiðranir veittu þau Hrafnkell, Viðar og Anna Lilja aðilum innan aðildarfélaga ÍBH heiðursmerki ÍBH. Eftirtaldir aðilar hlutu gullmerki ÍBH, Ragnar Hilmarsson Siglingafélagið Hafliði, Sveinn Sigurbergsson Golfklúbburinn Keilir, Inga Magnúsdóttir Golfklúbburinn Keilir, Úlfar Jónsson Golfklúbburinn Keilir, Bergsteinn Hjörleifsson Golfklúbburinn Keilir, Arnar Borgar Atlason Golfklúbburinn Keilir, Hlín Ástþórsdóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar, Sigurður Óli Guðmundsson Sundfélagi Hafnarfjarðar, Ísleifur Bergsteinsson Knattspyrnufélagið Haukar, Árni Sverrisson Knattspyrnufélagið Haukar, Samúel Guðmundsson Knattspyrnufélagið Haukar, Skúli Valtýsson Knattspyrnufélagið Haukar, Hörður Davíð Harðarson Knattspyrnufélagið Haukar, Kristján Ó. Davíðsson Knattspyrnufélagið Haukar, Valdimar Óskarsson Knattspyrnufélagið Haukar, Sigfús Tómasson Knattspyrnufélagið Haukar, Helgi Freyr Kristinsson Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Kristinn Guðlaugsson Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Sólveig Kristjánsdóttir Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Eftirtaldir aðilar hlutu silfurmerki ÍBH, Guðbjörg Sigurðardóttir Golfklúbburinn Keilir, Þórdís Geirsdóttir Golfklúbburinn Keilir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir Golfklúbburinn Keilir, Björgvin Sigurbergsson Golfklúbburinn Keilir, Kristín Elsa Erlendsdóttir Golfklúbburinn Keilir, Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir Golfklúbburinn Keilir, Axel Bóasson Golfklúbburinn Keilir, Hörður Geirsson Golfklúbburinn Keilir, Sigurjón Sigurðsson Golfklúbburinn Keilir, Kristján Þór Henrýsson Golfklúbburinn Keilir, Sveinbjörn Hinriksson Golfklúbburinn Keilir, Pétur Gærdbó Árnason Golfklúbburinn Keilir, Magnús Hjörleifsson Golfklúbburinn Keilir, Örn Hrafnkelsson Hjólreiðafélagið Bjartur, Ana Tepavcevic Sundfélagi Hafnarfjarðar, Davíð Jónatansson Sundfélagi Hafnarfjarðar, Magnús Kár Óttarsson Sundfélagi Hafnarfjarðar, Tómas Gísli Guðjónsson Sundfélagi Hafnarfjarðar, Ragnheiður Birna Björnsdóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar, Pálmey Magnúsdóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar, Helena Dögg Olgeirsdóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar, Kristín Þorgeirsdóttir Hestamannafélagið Sörli, Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir Hestamannafélagið Sörli, Hinrik Þór Sigurðsson Hestamannafélagið Sörli, Sigurður Pétur Sigmundsson Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Trausti Stefánsson Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Úlfar Linnet Fimleikafélag Hafnarfjarðar.

Myndirnar eru frá þinginu.