Árangur keppenda aðildarfélaga ÍBH á Smáþjóðaleikunum 2015

Sextándu Smáþjóðaleikarnir  fóru fram frá 1. – 6. júní sl og voru haldnir að mestu leyti í Laugardalnum í Reykjavík. Íslenskir keppendur voru 168 og þjálfarar / fylgdarlið 64.

Íslendingar urðu efstir á verðlaunatöflunni eftir keppni á Smáþjóðaleikunum 2015. Ísland tryggði sér 115 verðlaun, þar af 38 gull, 46 silfur og 31 brons.

Íþróttamenn úr hafnfirskum íþróttafélögum voru samtals 24. Fjórir sundmenn, sextán frjálsíþróttamenn, tvær körfuknattleikskonur, ein tenniskona og ein golfkona. Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona úr SH náði tveimur A-lágmörkum fyrir Ólympíuleikana 2016 í Ríó.

Golf

Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK sigraði í einstaklingskeppni kvenna. Hún lék á -1 samtals  og var þremur höggum betri en Sophie Sandolo frá Mónakó. Íslenska kvennalandsliðið vann einnig yfirburðar sigur á mótinu og lék samtals á +8 og sigraði með 33 högga mun en Mónakó varð í öðru sæti á + 41 samtals og Lúxemborg varð í þriðja sæti á + 101 samtals.

Tennis

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir BH keppti í einliðaleik og sigraði Judit Cartana Alana frá Andorra 6:4 og 6:2 í fyrstu umferð. Í annarri umferð mætti hún Kathinka Von Deichmann frá Liechtenstein og tapaði fyrir henni með 6:0 og 6:2. Samkvæmt styrkleikalista var Von Deichmann næststerkasti keppandi mótsins. Hjördís Rósa og Anna Soffía Grönholm kepptu í tvíliðaleik við Katrin Sammut og Elaine Genovese frá Möltu og töpuðu 6:4 og 6:2.

Körfuknattleikur

Margrét Rósa Hálfdanardóttir og Auður Íris Ólafsdóttir úr Haukum voru leikmenn íslenska kvennalandsliðsins. Fyrsti leikur íslenska kvennalandsliðsins var við Möltu og endaði hann með sigri Íslands 83:73. Annar leikur mótsins var gegn Mónakó. Íslenska kvennalandsliðið var yfir allan leikinn og urðu lokatölur hans 81:55. Úrslitaleikur íslenska kvennalandsliðsins var gegn Lúxemborg. Bæði liðin höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína. Lúxemborg sigraði 59:54 eftir jafnan og skemmtilegan leik. Íslenska kvennalandsliðið endaði í öðru sæti á mótinu.

Frjálsar íþróttir

Arna Stefanía Guðmundsdóttir 400m grindahlaup 1. sæti 60,77 sek. 100m grindahlaup 2. sæti 14,09 sek., vann sér þátttökurétt á EM U23. 100m hlaup 5. sæti 12,14 sek. 4x100m boðhlaup 1. sæti 46,62 sek. og 4x400m boðhlaup 1. sæti 3:44,31 mín.

Þórdís Eva Steinsdóttir 400m hlaup 1. sæti 55,72 sek. og 4x400m boðhlaup 1. sæti 3:44,31 mín.

Vigdís Jónsdóttir sleggjukast 2. sæti 55,40m.

Kristín Karlsdóttir kringlukast 3. sæti 36,64m.

Kristinn Torfason langstökk 1. sæti 7,24m.

Ari Bragi Kárason 100m hlaup 3. sæti 10,76 sek. og 4x100m boðhlaup 2. sæti 42,01 sek.

Stefán Velemir kúluvarp 3. sæti 17,53m, vann sér þátttökurétt á EM U23.

Örn Davíðsson spjótkast 3. sæti 68,15m.

Kormákur Ari Hafliðason 400m hlaup 6. sæti 50,76 sek.

Guðmundur Heiðar Guðmundsson 110m grindahlaup 4. sæti 15,24 sek og 400m grindahlaup,  átti mjög gott hlaup en hrasaði á lokametrunum og náði því ekki að klára hlaupið.

Hilmar Örn Jónsson kringlukast 5. sæti 43,96m.

Juan Ramon Borges Bosque 100m hlaup 7. sæti 11,01 sek og 4x100m boðhlaup 2. sæti 42,01 sek.

Trausti Stefánsson 4x400m boðhlaup 1. sæti 3:17,06 mín.

Guðbjörg Bjarkadóttir var varamaður í 4x100m boðhlaupi.

Melkorka Rán Hafliðadóttir var varamaður í 4x400m boðhlaupi.

Þórarinn Örn Þrándarson var skráður í 10.000 m hlaup en þurfti að draga sig út úr því vegna veikinda.

Sund

Hrafnhildur Lúthersdóttir 200m fjórsund 1. sæti 2:13,83 mín, A-lágmark á Ólympíuleikana 2016 í Ríó, Íslands- og mótsmet. 200m bringusund 1. sæti 2:25,39 mín, A-lágmark á Ólympíuleikana 2016 í Ríó, Íslands- og mótsmet. 100m bringusund 1. sæti 1:08,07 mín, Íslands- og mótsmet. 400m fjórsund 1. sæti 4:46,70 mín, Íslands- og mótsmet.

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir 100m skriðsund 3. sæti 58,13 sek. 100m baksund 2. sæti 1:03,84 mín. 4x200m skriðsundssveit 1. sæti 8:20,96 mín. 50m skriðsund 3. sæti 26,39 sek. 4x100m skriðsundssveit 1. sæti 3:47,27 mín, Íslands- og mótsmet.

Kolbeinn Hrafnkelsson 200m baksund 4. sæti 2:10,42 mín. 100m baksund 1. sæti 57,66 sek. 4x100m fjórsundssveit 2. sæti 3:49,01 mín.  

Viktor Máni Vilbergsson 200m bringusund 6. sæti 2:22,48 mín. 100m bringusund 5. sæti 1:05,85 mín.