Tímamótatillaga samþykkt á 53. sambandsþingi UMFÍ
Tímamótatillaga var samþykkt á 53. sambandsþingi UMFÍ 21. október sl. Hún felur í sér stofnun svæðaskrifstofa íþróttahéraða víða um land í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og stjórnvöld. Af lottógreiðslum til UMFÍ / ÍSÍ fari 15% til reksturs svæðaskrifstofanna og 85% til íþróttahéraða eftir íbúafjölda yngri en18 ára.
Samkvæmt tillögunni verður komið á fót átta svæðastöðvum með sextán stöðugildum sem munu þjónusta íþróttahéruð landsins með samræmdum hætti.
Sambærileg tillaga hafði í maí 2023 verið samþykkt á Íþróttaþingi ÍSÍ.
Vinnuhópar UMFÍ og ÍSÍ unnu að tillögunni.