ÍBH afhendir Haukum Hvatningarverðlaun UMFÍ

Hvatningarverðlaun UMFÍ 2023 hlutu þrjú íþróttahéruð. Íþróttabandalagið í Hafnarfirði (ÍBH) var eitt þeirra. UMFÍ veitti ÍBH Hvatningarverðlaunin fyrir gott starf Knattspyrnufélagsins Hauka. Verðlaunin eru veitt Haukum fyrir að setja á fót og fylgja eftir starfi körfuknattleiksdeildar Hauka – Special Olympics.

Hvatningarverðlaununum fylgir fjárhæð að upphæð kr. 100.000 og eiga þeir fjármunir að renna í Special Olympics verkefni körfuknattleiksdeildar Hauka.

Formaður ÍBH Hrafnkell Marinósson afhenti fulltrúum Special Olympics hóps Hauka Hvatningarverðlaunin á Ásvöllum mánudaginn 13. nóvember sl. Á myndinni eru frá vinstri Bára, Kristófer, Thelma og Hrafnkell.