Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær úthluta íþróttastyrkjum

Afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) fór fram fimmtudaginn 27. júní 2024 með athöfn í Álverinu í Straumsvík.

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjórinn í Hafnarfirði og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu styrkina.

Samningur er í gildi fyrir árin 2022-2024 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiða 12 milljónir króna árið 2024 hvor aðili inn í samstarfið til stuðnings íþróttum barna í Hafnarfirði. Úthlutanir styrkja eru í júní annars vegar og hins vegar í desember út frá umsóknum félaga og reglum samningsins.

Samtals var verið að úthluta 13,2 milljónum króna í fyrri úthlutun ársins úr sjóðnum eða 55% vegna iðkendafjölda sem æfir reglulega í félögunum, þ.e. a.m.k. 2 sinnum í viku og fjóra mánuði yfir árið. Árið 2023 var sótt um stuðning vegna 4873 barna og árið 2024 var sótt um stuðning fyrir 5419 börn, fjölgun um 546 börn milli ára. Óskað var eftir umsóknum frá aðildarfélögum ÍBH og sóttu 13 félög um stuðning úr sjóðnum. Eftirtalin félög fengu stuðning út frá samningi og umsóknum:

Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 4.810.851.

Knattspyrnufélagið Haukar kr. 3.595.350.

Fimleikafélagið Björk kr. 1.456.653.                                              

Sundfélag Hafnarfjarðar kr. 1.006.016.

Brettafélag Hafnarfjarðar kr. 777.044.

Badmintonfélag Hafnarfjarðar kr. 455.508.

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar kr. 399.483.

Golfklúbburinn Keilir kr. 309.356.

Hestamannafélagið Sörli kr. 199.742.

Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar kr. 104.743.

Blakfélag Hafnarfjarðar kr. 41.410.

Bogfimifélagið Hrói Höttur kr. 26.795.

Íþróttafélagið Fjörður kr. 17.051.

Samtals kr. 13.200.000.

 

Myndin er frá úthlutuninni af fulltrúum félaganna ásamt forstjóra Rio Tinto á Íslandi, bæjarstjóranum í Hafnarfirði og stjórnarfólki ÍBH.