Krikketklúbbur Hafnarfjarðar nýtt aðildarfélag að ÍBH
Stofnfundur Krikketklúbbs Hafnarfjarðar var haldinn að Rauðhellu 4 í Hafnarfirði þann 13. janúar 2024. Fundarritari stofnfundarins var Ester Ágústa Berg. Muhammed Younas var kosinn fyrsti formaður félagsins og aðrir í stjórn eru, Kamal Muhammad, Tajdar Kahn, Sher Shan Kahroti og Mian Quyyum Nazar. Félagið sótti um aðild að ÍBH og var aðildarumsókn félagsins tekin fyrir á stjórnarfundi ÍBH þann 8. maí 2024 og samþykkt. Félagið leggur stund á íþróttina krikket og fékk félagið afnot af Hamranesvelli við Hvaleyrarvatn í sumar fyrir keppisleiki.