Ólympíuleikarnir í París 2024

Anton Sveinn McKee sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini íþróttamaðurinn úr aðildarfélögum ÍBH sem tók þátt í Ólympíuleikunum í París 2024. Hann keppti í tveimur greinum 100m bringusundi og 200m bringusundi. Anton hóf keppni á leikunum fyrstur Íslendinga 27. júlí, þar sem hann synti 100m bringusund. Hann sigraði sinn riðil á tímanum 1:00,62 mín. og varð í 25. sæti í greininni. 30. júlí synti hann 200m bringusund í undanrásum og fékk hann tímann 2:10,36 mín. Seinna sama dag synti hann í undanúrslitum og fékk tímann 2:10, 42 og varð í 15. sæti. Flottur árangur hjá Antoni Sveini. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar honum til hamingju með flottan árangur á leikunum og þakkar honum fyrir sitt framlag sem glæsileg fyrirmynd og afreksíþróttamaður. Afrekssjóður ÍBH veitti honum fjárstuðning að upphæð kr. 1.000.000 til undirbúnings og þátttöku í verkefninu.

Myndirnar eru af Facebooksíðu SSÍ.