Paralympics Games París 2024

Róbert Ísak Jónsson sundmaður úr Íþróttafélaginu Firði / Sundfélagi Hafnarfjarðar var eini keppandinn úr aðildarfélögum ÍBH sem tók þátt í Paralympics Games 2024 í París. Hann tók þátt í 100m flugsundi í flokki S14. 29. ágúst synti hann í undanrásum og varð áttundi inn í úrslit sem fóru fram seinna sama dag. Í úrslitasundinu varð hann sjötti í 100m flugsundi á tímanum 57,92 sek. sem var einnig nýtt Íslandsmet. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar honum til hamingju með uppbyggilega framkomu og glæsilegann árangur. Afrekssjóður ÍBH veitti honum styrk að upphæð kr. 1.000.000 til undirbúnings og þátttöku í Paralympics 2024.

 

 

Myndir eru af Facebooksíðu ÍF / Simone Castrovillari.