Fulltrúaráðsfundur ÍBH var haldinn 10. október 2024
Haust fulltrúaráðsfundur ÍBH var haldinn í samkomusal Ásvalla hjá Knattspyrnufélaginu Haukum. Á dagskránni voru áhugaverðir fyrirlestrar og samtal milli félaganna. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH setti fundinn og var fundarstjóri á honum. Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri forvarna- og frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ flutti fyrirlestur um vímuefnanotkun unglinga í Hafnarfirði og forvarnir. Íris Svavarsdóttir og Sveinn Sampsted starfsmenn svæðisstöðvarinnar höfuðborgarsvæðið kynntu svæðisstöðvar í íþróttahreyfingunni og svæðisstöðina höfuðborgarsvæðið. Fulltrúar félaga greindu frá starfinu í sínu félagi. Díana Guðjónsdóttir íþróttafræðingur og kennari við Flensborgarskólann var með fræðsluerindi um afrekssvið skólans, í haust voru 254 nemendur á sviðinu. Að lokum voru önnur mál, veitingar og spjall. 35 manns tóku þátt í fundinum. Myndirnar eru af fundinum.