Sundfélag Hafnarfjarðar hlýtur ÍSÍ bikarinn 2024

Félagið er eitt öflugasta og sigursælasta félag í sundi á Íslandi. Átti flesta Íslandsmeistaratitla á Íslandsmótum í sundi á árinu. Átti marga keppendur í unglingalandsliði og fullorðinslandsliði 2024. Keppendur félagsins tóku þátt í mörgum erlendum mótum á árinu og eignaðist félagið silfurverðlaun á EM og 3 Norðurlandameistaratitla. Félagið átti bæði keppendur á Ólympíuleikunum og Paralympics í sumar í sundi. Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ afhentu Karli Georgi Klein formanni og Fríðu Kristínu Jóhannesdóttur varaformanni Sundfélags Hafnarfjarðar bikarinn föstudaginn 27. desember 2024 á árlegri Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar.