Úthlutun íþróttastyrkja frá Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæ

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar var haldin föstudaginn 27. desember 2024 í Íþróttahúsinu við Strandgötu, á henni fór fram afhending íþróttastyrkja fyrir yngri en 18 ára iðkendur aðildarfélaga Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH).

Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi og Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH afhentu fulltrúum aðildarfélaga ÍBH styrkina.

Samningur er í gildi fyrir árin 2022 - 2024 á milli Íþróttabandalagsins í Hafnarfirði, Rio Tinto og Hafnarfjarðarbæjar. Rio Tinto og Hafnarfjarðarbær greiddu 12 milljónir króna hvor aðili inn í samstarfið til stuðnings íþróttum barna og unglinga í Hafnarfirði, samtals 24 milljónir króna árið 2024. Hvatagreiðslur fyrir gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hófust árið 2023.

Samtals var verið að úthluta 10,8 milljónum króna í seinni úthlutun ársins úr sjóðnum eða 45% vegna þjálfaramenntunar og gæðaviðurkenningarinnar Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.

Óskað var eftir umsóknum frá aðildarfélögum ÍBH og sóttu 11 félög um stuðning úr sjóðnum. Tvö félög, Sundfélag Hafnarfjarðar og Badmintonfélag Hafnarfjarðar fengu kr. 450.000 hvort fyrir gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og bætast þau í hópinn með Golfklúbbnum Keili sem fékk viðurkenninguna 2023. Tvær íþróttadeildir, badmintondeild BH og borðtennisdeild BH fengu einnig kr. 450.000 hver fyrir gæðaviðurkenninguna Fyrirmyndardeild ÍSÍ. Viðurkenningarnar gilda í fjögur ár.

ÍBH hvetur önnur aðildarfélög ÍBH og íþróttadeildir þeirra til að stefna að því að fá gæðaviðurkenninguna.

Eftirtalin félög fengu stuðning út frá samningi og umsóknum um þjálfaramenntun:

Fimleikafélag Hafnarfjarðar kr. 3.809.904.

Badmintonfélag Hafnarfjarðar kr. 733.227 + kr. 1.350.000 = kr. 2.083.227.

Sundfélag Hafnarfjarðar kr. 1.322.684 + kr. 450.000 = kr. 1.772.684.

Knattspyrnufélagið Haukar kr. 963.259.

Hestamannafélagið Sörli kr. 718.850.

Golfklúbburinn Keilir kr. 575.080.

Fimleikafélagið Björk kr. 273.163.

Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar kr. 273.163.                                   

Brettafélag Hafnarfjarðar kr. 143.770.

Bogfimifélagið Hrói Höttur kr. 143.770.

Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar kr. 43.131.

Samtals kr. 10.800.000.

 

Myndirnar sýna Rannveigu Rist forstjóra Rio Tinto á Íslandi og Hrafnkel Marinósson formann ÍBH afhenda fulltrúum íþróttafélaga styrkina.