Breytingar á frístundastyrk frá Hafnarfjarðarbæ frá janúar 2016

Frístundastyrkur – auknir möguleikar

Frá og með áramótum breytast reglur varðandi niðurgreiðslur þátttökugjalda vegna íþrótta- og frístundastarfs. Nú geta börn og foreldrar fengið niðurgreiðslu vegna íþrótta- og tómstundasiðkunar í öðrum sveitafélögum óháð því hvort viðkomandi starf eða grein sé í boði í Hafnarfirði eður ei. Styrkurinn gildir fyrir börn á aldrinum sex til 16 ára og má sjá reglurnar hér