Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar 2015
Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar verður haldinn þriðjudaginn 29. desember nk og hefst kl. 18.00 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Veittar verða viðurkenningar til Íslandsmeistara, bikarmeistara og vegna sérstakra afreka. ÍSÍ bikarinn verður afhendur. Íþróttafélög fá viðurkenningarstyrki vegna Íslands- eða bikarmeistaratitla í efsta flokki. Íþróttastarfið 16 ára og yngri fær styrki vegna þjálfaramenntunar og námskráa. Íþróttalið Hafnarfjarðar 2015 verður krýnt og að lokum verða Íþróttakarl og Íþróttakona Hafnarfjarðar krýnd.