Margrét Lea fær afreksstyrk vegna EM unglinga
Margrét Lea Kristinsdóttir fimleikakona úr Fimleikafélaginu Björk fær afreksstyrk úr Afreksmannasjóði ÍBH að upphæð kr. 60.000 vegna þátttöku á Evrópumóti unglinga í áhaldafimleikum sem fór fram 1. júní sl í Bern í Sviss. Margrét Lea og liðsfélagar hennar í unglingalandsliði FSÍ stóðu sig vel á mótinu og öðluðust dýrmæta reynslu. Margrét Lea varð næst stigahæst í íslenska liðinu með 46.265 sem gaf henni 57. sætið. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar Margréti Leu til hamingju með góðan árangur á mótinu. Hópmyndin með fréttinni er af íslenska unglingalandsliðinu sem tók þátt í mótinu og er Margrét Lea þriðja frá hægri. Einstaklingsmyndin er af Margréti Leu.