Tinna fær afreksstyrk vegna EM kvenna
Tinna Óðinsdóttir fimleikakona úr Fimleikafélaginu Björk fékk afreksstyrk að upphæð kr. 150.000 vegna þátttöku á Evrópumóti kvenna í áhaldafimleikum sem fór fram 1. júní sl í Bern í Sviss. Kvennalandsliðið náði afar góðum árangri og hefur aldrei áður endað ofar í keppninni. Liðið varð efst allra Norðurlandaþjóða og endaði í 14. sæti með 150,955 stig. Tinna keppti á slá og á gólfi. 3 liðsmenn af 5 fá að keppa á hverju áhaldi. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar fagnar glæsilegum árangri Tinnu á mótinu. Einstaklingsmyndin er af Tinnu. Hópmyndin sýnir kvennalandslið FSÍ í áhaldafimleikum sem tók þátt á EM, Tinna er önnur frá vinstri á myndinni.