Arna Stefanía fær afreksstyrk vegna EM í frjálsíþróttum
Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona úr FH keppti á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í kvennaflokki sem fór fram dagana 6. – 10. júlí 2016 í Amsterdam í Hollandi. 8. júlí hljóp Arna Stefanía riðlakeppni í 400m grindahlaupi á tímanum 57,14 sek sem var persónuleg bæting hjá henni og Íslandsmet í flokki stúlkna 22 ára. 9. júlí hljóp hún undanúrslit í 400m grindahlaupi á tímanum 57,24 sek og varð í 18. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar veitti henni afreksstyrk til þátttöku á mótinu að upphæð kr. 150.000. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar Örnu Stefaníu til hamingju með góða bætingu í frumraun sinni á stórmóti. Myndin með fréttinni er af Örnu Stefaníu í Amsterdam.