Sóley Ósk og Sindri fá afreksstyrk vegna HM ungmenna í standard dönsum
Sindri Guðlaugsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar fóru á heimsmeistaramót ungmenna í standard dönsum sem var haldið 9. júlí 2016 í Kitakyushu í Japan. 62 pör hófu keppni og enduðu Sindri og Sóley Ósk í 48. sæti í keppninni. Afreksmannasjóður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar veitti þeim afreksstyrk að upphæð kr. 60.000 á einstakling í verkefnið. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar þeim til hamingju með árangurinn. Myndin sýnir parið í danskeppni.