Þórdís Eva fær afreksstyrk vegna EM 16 -17 ára

Þórdís Eva Steinsdóttir FH keppti í 400m hlaupi á Evrópumeistaramóti 16 – 17 ára í frjálsíþróttum sem fór fram dagana 14. – 17. júlí 2016 í Tblisi í Georgíu. Þórdís Eva hljóp riðlakeppnina 14. júlí á tímanum 56,01 sek, undanriðlana hljóp hún 15. júlí á tímanum 56,0 sek og úrslitahlaupið hljóp hún 16. júlí á tímanum 55,68 sek og endaði í 5. sæti á mótinu sem er stórglæsilegur árangur fyrir stúlku á yngra ári. Afreksmannasjóður ÍBH veitti henni kr. 60.000 í afreksstyrk vegna þátttöku á mótinu. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar henni til hamingju með framúrskarandi árangur á mótinu. Myndin sýnir Þórdísi Evu í keppni á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Tblisi í Georgíu sumarið 2015.