Mímir fær afreksstyrk vegna EM 16 – 17 ára
Mímir Sigurðsson FH keppti í kringlukasti á Evrópumeistaramóti 16 – 17 ára í frjálsíþróttum sem var haldið 14. – 17. júlí 2016 í Tblisi í Georgíu. Mímir keppti 16. júlí og kastaði hann kringlu sem var 1,5 kg 46,32m og varð í 27. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti Mími afreksstyrk að upphæð kr. 60.000 vegna þátttöku á mótinu. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar honum til hamingju með árangurinn. Myndin sýnir Mími í keppni.