Þórdís Eva fær afreksstyrk vegna HM U20
Þórdís Eva Steinsdóttir FH tók þátt í heimsmeistaramóti 19 ára og yngri í frjálsíþróttum dagana 19. – 24. júlí 2016. Mótið var haldið í Bydgoszcz í Póllandi og keppti hún í 400m hlaupi. 19. júlí hljóp hún riðlakeppnina og var á tímanum 56,06 sek og endaði í 35. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti henni afreksstyrk að upphæð kr. 60.000 vegna þátttöku á mótinu. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar henni til hamingju með frammistöðuna. Myndin sýnir Þórdísi Evu í keppni á Smáþjóðaleikunum 2015 sem voru haldnir í Reykjavík.