Knattspyrnudeild FH fær styrk vegna EM félagsliða
Lið meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá FH tók þátt í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn var leikinn 13. júlí við írska liðið Dundalk á Íralandi og fór hann 1:1. Seinni leikurinn var leikinn í Kaplakrika 20. júlí og endaði hann 2:2. Dundalk komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Afreksmannasjóður ÍBH veitti liðinu styrk að upphæð kr. 800.000 vegna þátttöku í verkefninu. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar liðinu velfarnaðar í framtíðinni. Myndin með fréttinni sýnir byrjunarlið FH í leiknum í Kaplakrika.