Berta Rut fær afreksstyrk vegna EO U18

Berta Rut Harðardóttir handknattleikskona Haukum tók þátt í Opna Evrópumótinu (European Open) sem er ígildi Evrópumeistaramóts fyrir U18 samkvæmt upplýsingum frá Handknattleikssambandi Íslands. Mótið fór fram 4. – 8. júlí 2016 í Gautaborg Svíþjóð. 4. júlí spilaði íslenska liðið við Rúmeníu og tapaði 12:16. Sama dag var leikið við Svartfjallaland og sigraði Ísland 9:15. 5. júlí spilaði Ísland við Sviss og tapaði 12:14. Seinni leikurinn sama dag var við Noreg og tapaði Ísland honum 14:24. Íslenska liðið endaði í 4. sæti í riðlinum og spilaði um 13. – 18. sæti í mótinu í milliriðlum. 6. júlí gerði íslenska liðið jafntefli við Slóvakíu 25:25. 7. júlí sigraði Ísland Georgíu 22:16. Að lokum spilaði Ísland við Færeyjar og sigraði 17:15 og endaði í 13. sæti á mótinu. Afreksmannasjóður ÍBH veitti Bertu Rut afreksstyrk að upphæð kr. 60.000 til þátttöku í mótinu. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar óskar Bertu Rut og liðsfélögum hennar til hamingju með góðan árangur á mótinu. Myndin sem fylgir fréttinni er af Bertu Rut.